
Fótbolti
Crespo verður áfram hjá Inter

Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað.