Markvörðurinn Júlio César hefur skrifað undir nýjan samning við Ítalíumeistara Inter Milan sem gildir til ársins 2012. César hefur spilað 13 landsleiki fyrir Brasilíumenn og spilaði 32 leiki fyrir Inter á leiktíðinni þar sem liðið hafði gríðarlega yfirburði í A-deildinni. Hann hefur átt fast sæti í liði Inter síðan hann gekk í raðir liðsins frá Chievo fyrir leiktíðina 2005/06.