Körfubolti

Ísland - Andorra í Mónakó

Mynd/Heiða Helgadóttir

Íslenska landsliðið í körfubolta keppir sinn fyrsta leik á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Leikurinn er gegn Andorra og hefst hann klukkan 13:30. Þjóðirnar hafa mæst átta sinnum og Ísland hefur unnið sjö sinnum. Það má því búast við góðum úrslitum í dag hjá strákunum. Ísland etur einnig kappi við San Marínó, Lúxemborg, Kýpur og Mónakó í þessari keppni.

Smjáþjóðaleikarnir voru settir í gær og standa til 9. júní. Fjöldi fólks var viðstatt setninguna og þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.

Blakmaðurinn Vignir Hlöðversson var fánamaður Íslands, en þetta eru 9. smáþjóðaleikar sem hann tekur þátt í.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×