Draumaúrslitaleikur á Roland Garros
Það verður sannkallaður draumaúrslitaleikur í karlaflokki á opna franska meistaramótinu í tennis, en nú undir kvöld tryggði Rafael Nadal sér sæti í úrslitum gegn Roger Federer þegar hann sigraði Novak Djokovic 7-5, 6-4 og 6-2. Nadal getur unnið titilinn þriðja árið í röð með sigri á Federer um helgina.