Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW Sauber í Formúlu 1 stefnir í að taka þátt í bandaríska kappakstrinum um næstu helgi þrátt fyrir að hafa lent í hörðum árekstri á hátt í 300 kílómetra hraða fyrir þremur dögum.
Kubica fór af sjúkrahúsi á mánudaginn og slapp með léttan heilahristing og tognaðan ökkla úr þessu ljota óhappi í Kanada um síðustu helgi. "Það er frábært að hann skuli vera að ná sér og sé tilbúinn í slaginn um næstu helgi að öllu óbreyttu," sagði liðsstjóri BMW en bætti við að liðið hefði þó þegar gert ráðstafanir ef staðan muni breytast fram að keppni.