Þessi 27 ára landsliðsmaður Hondúras hefur verið einn skæðasti framherjinn í Serie A upp á síðkastið. Leiktíðina 2005-06 skoraði hann 22 deildarmörk fyrir Cagliari og bætti þar með 36 ára gamalt félagsmet Givi Riva, sem skoraði á sínum tíma 21 mark.
Í janúar deildi hann verðlaunum með Kaká sem besti erlendi leikmaður deildarinnar.