Allt leit út fyrir að tenniskonan Serena Williams væri að detta úr keppni á Wimbledon mótinu í dag, þegar hún meiddi sig illa á kálfa þegar hún var að keppa við hina úkraínsku Danielu Hantuchovu.
Læknar hlúðu að Williams í nokkar mínútur þar til hún ákvað að halda áfram. En meiðslin voru greinilega erfið þar sem hún gat ekki lagt neinn þunga á vinstri löppina. Þá gripu örlögin í taumana og hellirigning skall á sem varð til þess að viðureigninni var frestað og Williams getur hugað að meiðslunum. Meiðslin litu þó ekki vel út og óvíst hvort að Williams geti klárað viðureignina.