Erlent

Ráðgáta um hvarf jökullóns í Chile leyst

Oddur S. Báruson skrifar
Fyrir og eftir
Fyrir og eftir MYND/ap

Komist hefur verið að orsökum dularfulls hvarfs jökullóns í Chile í maí síðastliðnum. Niðurstaða sérfræðinga sem flugu yfir svæðið er sú að jökulveggur við lónið hafi sprungið undan sívaxandi þunga þess og þannig myndast farvegur með fyrrgreindum afleiðingum. Leið vatnsins lá svo inní nærliggjandi fjörð og þaðan til sjávar. Hið upprunalega lón er tekið að fyllast á ný.

Jöklasérfræðingurinn Andreas Rivera sem var í hópi þeirra sem leystu ráðgátuna tilkynnti sjónvarpsstöð í Chile þetta í síðustu viku. Hann rekur hinar miklu sviptingar til hækkunar hitastigs jarðar.

Upprunalega frétt um hvarfið má finna hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×