Fimm í röð hjá Federer 8. júlí 2007 18:12 Federer brosti í gegn um tárin í dag AFP Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum. Federer vann úrslitaleikinn 7-6 4-6 7-6 2-6 og 6-2 og börðust þessir tveir bestu tennisleikarar heims í þrjár klukkustundir og 45 mínútur í stórkostlegum tennisleik í Lundúnum. Federer virtist vera með leikinn í hendi sér eftir að vinna sigur í fyrsta settinu, en sá spænski barðist til baka í tvígang og knúði fram oddasett. Federer féll á kné eftir sigurinn þar sem ljóst var að hann hefði jafnað stórkostlegan árangur Björns Borg frá árunum 1976-80, en Björn var einmitt á meðal áhorfenda í dag. Áhorfendur á mótinu risu úr sætum og hylltu báða spilara í lokin og Nadal gaf Federer eins góða keppni og hann hefur fengið á leið sinni til sigurs á þessum fimm árum. "Hver einasti sigur á þessu móti hefur verið mjög sérstakur fyrir mig, en að spila við mann eins og Nadal og ná að jafna met Björns er alveg einstakt," sagði Federer sem táraðist eftir átökin. "Nadal er frábær spilari og á eftir að verða á toppnum í mörg ár, svo ég nýt þess í hvert skipti sem ég næ að vinna hann núna - því hann á eftir að vinna alla leiki sem hann spilar einn daginn. Þetta var gríðarlega jafn leikur en ég hafði heppnina með mér í dag," sagði Federer. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu stærri myndir frá viðureigninni í dag, sem sýnd var beint á Sýn í fyrsta skipti í ár. AFPAFPAFPAFPNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum. Federer vann úrslitaleikinn 7-6 4-6 7-6 2-6 og 6-2 og börðust þessir tveir bestu tennisleikarar heims í þrjár klukkustundir og 45 mínútur í stórkostlegum tennisleik í Lundúnum. Federer virtist vera með leikinn í hendi sér eftir að vinna sigur í fyrsta settinu, en sá spænski barðist til baka í tvígang og knúði fram oddasett. Federer féll á kné eftir sigurinn þar sem ljóst var að hann hefði jafnað stórkostlegan árangur Björns Borg frá árunum 1976-80, en Björn var einmitt á meðal áhorfenda í dag. Áhorfendur á mótinu risu úr sætum og hylltu báða spilara í lokin og Nadal gaf Federer eins góða keppni og hann hefur fengið á leið sinni til sigurs á þessum fimm árum. "Hver einasti sigur á þessu móti hefur verið mjög sérstakur fyrir mig, en að spila við mann eins og Nadal og ná að jafna met Björns er alveg einstakt," sagði Federer sem táraðist eftir átökin. "Nadal er frábær spilari og á eftir að verða á toppnum í mörg ár, svo ég nýt þess í hvert skipti sem ég næ að vinna hann núna - því hann á eftir að vinna alla leiki sem hann spilar einn daginn. Þetta var gríðarlega jafn leikur en ég hafði heppnina með mér í dag," sagði Federer. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu stærri myndir frá viðureigninni í dag, sem sýnd var beint á Sýn í fyrsta skipti í ár. AFPAFPAFPAFPNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira