
Fótbolti
Chivu verður áfram hjá Roma

Rúmenski landsliðsmaðurinn Cristian Chivu verður áfram hjá ítalska félaginu Roma eftir að varnarmanninum tókst ekki að semja við Real Madrid sem samþykkti að greiða fyrir hann 20 milljónir evra. Það er því ljóst að Chivu verður með lausa samninga hjá Roma á næstu leiktíð og getur þá farið frá félaginu án greiðslu.