
Fótbolti
Inter kaupir tvo leikmenn

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa styrkt hóp sinn enn frekar fyrir næstu leiktíð og nú hafa tveir Suður-Ameríkumenn bæst í hópinn sem er nú við æfingar í fjöllunum á Norður-Ítalíu. Þetta eru sóknartengiliðurinn Luis Jimenez frá Lazio sem er landsliðsmaður Chile og kólumbíski varnarmaðurinn Nelson Rivas frá River Plate í Argentínu.