Nokkrar afar heillegar leifar af átta miljón ára gömlum kýprustrjám uppgötvuðust í Ungverjalandi á dögunum. Fundurinn þykir merkilegur því upprunalegi viður trjánna hefur varðveist að stóru leyti, en ekki steingerst. Trén gætu því svarað mörgum spurningum um loftslag á nýlífsöld.
Trén komu í ljós við gröft í djúpum sandlögum í kringum kolanámu í norð-austur hluta Ungverjalands. Gripirnir eru 4 til 6 metra á hæð og 1,5 til 4 metrar í þvermál.
Myndir af þeim má nálgast á vef Reuters.