6 konur af 90 tekjuhæstu Íslendingunum 1. ágúst 2007 12:09 Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld. Þetta þýðir að 93 prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Níu skattaumdæmi eru í landinu. Enginn kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar apótekara sem var lengi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Pharmaco, síðar einn af stofnendum Delta. Í síðasta hefti Frjálsrar verslunar kemur fram að hún byggði upp veldi Milestone ásamt tveimur bræðrum sínum en seldi hlut sinn nýlega og einbeitir sér að eigin fjárfestingum. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Í öðru sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld. Þetta þýðir að 93 prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Níu skattaumdæmi eru í landinu. Enginn kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar apótekara sem var lengi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Pharmaco, síðar einn af stofnendum Delta. Í síðasta hefti Frjálsrar verslunar kemur fram að hún byggði upp veldi Milestone ásamt tveimur bræðrum sínum en seldi hlut sinn nýlega og einbeitir sér að eigin fjárfestingum. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Í öðru sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira