Viðskipti innlent

Kormákur og Skjöldur yfir­gefa Leifs­stöð

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur lokaði útibúi sínu á Leifsstöð síðustu mánaðamót.
Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur lokaði útibúi sínu á Leifsstöð síðustu mánaðamót.

Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur hverfur úr Leifsstöð síðustu mánaðamót eftir þriggja ára veru. Verslunin hefur verið með svokallað „pop-up“ á þremur ólíkum stöðum á flugstöðinni frá júlí 2022.

„Við erum að loka búðinni, við hættum um mánaðamótin,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Kormáks og Skjaldar. „Við erum búnir með ,pop-up'-ið okkar, við vorum samningslausir og þurftum að pakka saman. Þannig við erum að pakka saman núna.“

Sjá einnig: Kormákur & Skjöldur og Epal opna í Leifs­stöð 

„Við erum búnir að vera í þrjú ár allt í allt í Leifsstöð, á þremur mismunandi stöðum,“ segir hann.

Fenguð þið ekki áframhaldandi pláss eða höfðuð þið bara ekki áhuga?

„Isavia er með einhverjar reglur um að ,pop-up' má ekki vera nema í ákveðið langan tíma til að geta laðað aðra að upp á fjölbreytni innan stöðvarinnar. Við vorum aðeins lengur en nú er það búið,“ segir Kormákur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×