Formúlulið Ferrari ætlar að reyna að „stela" Lewis Hamilton frá McLaren eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur með að bjóða honum 20 milljónir punda á ári í laun. Hamilton er núna með eina milljón punda á ári hjá McLaren. Þetta kemur fram á vef Daily Mail.
Hamilton er núna fremstur í keppni ökuþóra með sjö stigum meira en liðsfélagi hans hjá McLaren, Fernando Alonso.