FH sigraði Val í Laugardalnum

FH sigraði Val í kvöld á dramatískan hátt í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins með einu marki gegn engu. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði sigurmark FH á 91. mínútu eftir mikinn darraðadans í teig Valsmanna. Þar með er FH búið að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum ásamt Fjölni, Breiðablik og Fylki. Dregið verður í undanúrslit á morgun.