34 ára karlmaður í Árósum í Danmörku var handtekinn í gær eftir að hafa skotið úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna sem tóku þátt í keppni. Einn keppandinn fékk högl í andlitið, eitt þeirra þrjá sentímetra frá auganu.
Keppnin var blásin af hið snarasta og skýrði maðurinn hegðun sína á þann veg að hann hafi verið orðinn svo pirraður á hávaðanum sem hlaust af keppninni fyrir utan heimili hans. Við húsleit á heimili mannsins fundust fyrir utan byssuna, ólöglegir hnífar og 30 grömm af hassi.