Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að hann sé ánægður hjá Inter og ekki á leið frá félaginu. Chelsea og Real Madrid eru sögð hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan stóð sig vel á síðasta tímabili og hjálpað Inter að vinna deildina. Þrátt fyrir að hafa unnið deildina í fyrra eru ennþá sögusagnir um að leikmaðurinn vilji fara frá Inter.
„Ég hef ekki áhuga á að hlusta á nein tilboð," sagði Zlatan. „Inter vill framlengja samninginn við mig. Liðinu gekk vel í fyrra og það er gott. Fjölskyldu minni líður vel og mér líður vel, þetta gæti ekki verið betra."