Sjö leikir fóru fram í fyrstu umferð ítölsku Serie-A deildarinnar í dag. Ítalíumeistararnir í Inter hefja tímabilið á jafntefli gegn Udinese 1-1 á heimavelli þar sem Dejan Stankovic kom Inter yfir en Udinese jafnaði í lok leiksins.
Inter þurfti að leika einum manni færri í rúman hálftíma eftir að markvörðurinn Julio Cesar fékk að líta rauða spjaldið.
Grannar Inter í AC Milan gerðu góða ferð til Genoa og unnu 3-0 sigur. Hér að neðan má sjá úrslit úr leikjum dagsins en í kvöld mætast Palermo og Roma.
Fiorentina - Empoli 3-1
1-0 Pazzini (56.)
2-0 Mutu (64.)
3-0 Montolivo (70.)
3-1 Saudati (90.)
Genoa - AC Milan 0-3
0-1 Ambrosini (21.)
0-2 Kaka (44.)
0-3 Rubinho (45.)
Inter - Udinese 1-1
1-0 Stankovic (9.)
1-1 Asamoah (90.)
Napoli - Cagliari 0-2
0-1 Matri (49.)
0-2 Foggia víti (59.)
Parma - Catania 2-2
0-1 Morimoto (12.)
1-1 Pisanu (28.)
2-1 Rossi (43.)
2-2 Baiocco (44.)
Reggina - Atalanta 1-1
1-0 Amoruso (77.)
1-1 Doni víti (84.)
Siena - Sampdoria 1-2
0-1 Bellucci (33.)
1-1 Corvia (68.)
1-2 Montella (86.)