Fótbolti

Verður Cannavaro seldur til AC Milan áður en glugginn lokar?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Fabio Cannavaro gengur ósáttur af velli eftir að Real Madrid tapaði fyrir Hannover 96 á undirbúningstímabilinu.
Fabio Cannavaro gengur ósáttur af velli eftir að Real Madrid tapaði fyrir Hannover 96 á undirbúningstímabilinu. NordicPhotos/GettyImages

Vaxandi orðrómur er bæði á Ítalíu og á Spáni um að Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, gæti verið seldur til AC Milan áður en leikmannaglugginn lokar á föstudaginn. Þessi 33 ára gamli Ítali hefur margoft sagt að hugur hans sé hjá Spánarmeisturunum en oðrómur er um að hann sé falur fyrir sjö milljónir evra.

Juventus reyndi árángurslaust að fá varnarmanninn aftur í sínar raðir í sumar en fjölmiðlar ytra segja að AC Milan sé að undirbúa tilboð í kappann. Cannavaro var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 5-3 tapi Real Madrid fyrir Sevilla í seinni leik Ofurbikarsins og gæti það ýtt undir að leikmaðurinn sé á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×