
Fótbolti
Ronaldo á langt í land

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan getur ekki leikið með liði sínu á næstunni eftir að læknar í heimalandi hans komust að því að meiðsli hans eru alvarlegri en talið var í fyrstu. Ronaldo hefur ekkert komið við sögu hjá liði Milan í upphafi leiktíðar og verður væntanlega frá keppni næsta mánuðinn eða svo.