Fótbolti

Navarro laus úr banni

Navarro tekur til fótanna eftir hnefahöggið lúalega
Navarro tekur til fótanna eftir hnefahöggið lúalega NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn David Navarro hjá Real Mallorca verður væntanlega í leikmannahópi Real Mallorca fyrir leik liðsins gegn Villarreal á sunnudaginn, en þá verður hann búinn að ljúka sex mánaða keppnisbanninu sem hann fékk fyrir slagsmál á sínum tíma. Navarro er samningsbundinn Valencia en er lánsmaður hjá Mallorca. Hann var einn aðalmaðurinn í ólátunum sem urðu á leik Valencia og Inter Milan í mars.

Navarro réðist þá inn á völlinn þegar kom til átaka milli leikmanna og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter í síðari leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar.

"Ég veit að þetta var ekki fallegt fordæmi sem ég setti þarna. Ég gerði mistök og þurfti líka að gjalda fyrir það. Nú get ég loksins leyft mér að brosa á ný," sagði Navarro ánægður í samtali við AS. Hann verður formlega laus úr banninu á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×