Fótbolti

Laporta hótar að banna leikmönnum að spila landsleiki

Laporta er fúll yfir að geta ekki notað Thierry Henry í úrslitaleik Katalóníubikarsins þó hann sé í banni í næsta leik Frakka
Laporta er fúll yfir að geta ekki notað Thierry Henry í úrslitaleik Katalóníubikarsins þó hann sé í banni í næsta leik Frakka NordicPhotos/GettyImages

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir að réttast væri að landsliðin greiddu félagsliðunum fyrir afnot af leikmönnum í landsleikjum. Hann segir tíma til kominn fyrir FIFA og UEFA að bregðast við þessu.

"Það er fáránlegt að við skulum þurfa að láta leikmenn okkar í hendur landsliðunum án þess að fá svo mikið sem krónu fyrir það. Knattspyrna er ekki síður atvinnugrein hjá landsliðunum en okkur og þau eru að moka inn með því að nota leikmennina okkar. Þetta er mál sem er í skoðun hjá FIFA og UEFA og ég sé bara ekki vilja í röðum sambandanna til að gera eitthvað í þessu - þó það mætti auðveldlega gera með skjótum hætti. Ég er hræddur um að við verðum bara að fara að neita að hleypa leikmönnum okkar í landsleiki ef ekkert er gert í málinu," sagði Laporta í viðtali á heimasíðu Barcelona í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×