Fótbolti

Samsæri í gangi gegn Ronaldinho

NordicPhotos/GettyImages

Roberto de Assis, bróðir og umboðsmaður Ronaldinho hjá Barcelona, segir samsæri vera í gangi hjá félaginu gegn bróður sínum. Ronaldinho er einn þeirra sem kennt hefur verið um slappa byrjun liðsins á tímabilinu.

Ronaldinho braut útgöngubann félagsins þegar hann var að skemmta sér fyrr í þessum mánuði en bróðir hans finnur lykt af samsæri gegn honum hjá félaginu.

"Ég er viss um að menn eru að reyna að koma höggi á hann. Ronaldinho er að gera allt sem í hans valdi stendur til að ná í sitt besta form og ég er viss um að það gerist fljótlega. Það eru allskonar sögur í gangi um skemmtanalífið hjá honum og ég vil ekki tjá mig um þær," sagði umboðsmaðurinn.

Spænsku blöðin segja að Ronaldinho hafi ekki verið í leikmannahópi Barca fyrir leiknum gegn Osasuna á dögunum vegna deilna við þjálfarann Frank Rijkaard og sum þeirra ganga svo langt að fullyrða að hann sé á förum frá félaginu - og þá til Chelsea á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×