Breiddin í varnarlínu ítalska liðsins Juventus er ekki nægilega mikil að mati stjórnar félagsins. Meiðsli Jorge Andrade bættu gráu ofan á svart og er nú ljóst að Juventus ætlar að bæta við sig varnarmanni í janúar.
Andrade meiddist í 2-2 jafntefleik gegn Roma og hefur komið í ljós að meiðslin eru alvarleg. Sá varnarmaður sem talinn er efstur á óskalista Juventus er hinn serbneski Branislav Ivanovic.
Ivanovic er 23 ára og spilar með Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann er samningsbundinn til 2011 og hefur rússneska liðið sett sjö milljón punda verðmiða á hann.
Manchester United er einnig að skoða þennan leikmann eftir að Nemanja Vidic gaf honum sín bestu meðmæli.