Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn með Reggina sem lék gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.
Juventus rúllaði yfir Emil og félaga, 4-0. Mörkin skoruðu Nicola Lagrottaglie, Hasan Salihamidzic, David Trezeguet og Raffaele Palladino.
Inter færðist upp að hlið Roma á toppi deildarinnar með 3-0 sigri á Sampdoria. Roma gerði á sama tíma 2-2 jafntefli við Fiorentina.
Juventus er nú í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki en toppliðin eru með ellefu stig.
Napoli og Palermo eru sömuleiðis með tíu stig.
Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk fyrir Inter í kvöld og Luis Figo eitt.
Napoli vann Livorno í kvöld og Palermo gerði sér lítið fyrir og vann AC Milan á heimavelli, 2-1. Clarence Seedorf kom Milan yfir á tíundu mínútu en Aimo Stefano Diana jafnaði metin á 73. mínútu. Farizio Miccoli skoraði svo sigurmark leiksins á lokamínútunni.
AC Milan er í níunda sæti deildarinnar með sex stig. Reggina er komið nú í botnsætið og hefur aðeins fengið tvö stig á tímabilinu.
Úrslit kvöldsins:
Catania-Empoli 1-0
Fiorentina-Roma 2-2
Genoa-Udinese 3-2
Inter-Sampdoria 3-0
Juventus-Reggina 4-0
Lazio-Cagliari 3-1
Napoli-Livorno 1-0
Palermo-AC Milan 2-1
Parma-Torino 2-0
Siena-Atalanta 1-1
Byrjunarlið Juventus (4-4-2): Buffon; Birindelli, Legrottaglie, Criscito, Molinaro; Nocerino, Tiago, Zanetti, Salihamidzic; Trezeguet, Palladino.
Byrjunarlið Reggina (4-3-3): Compagnolo; Lanzaro, Stadsgaard, Aronica, Modesto; Barreto, Cascione, Emil Hallfreðsson; Joelson, Amoruso, Ceravolo.