Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið 28. september 2007 11:00 Snorri Kristjánsson, Vefritstjóri Iceland Express Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair. Tækni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair.
Tækni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira