Vísir mun í dag fylgjast með gangi mála í leikjum lokaumferðar 1. deildar karla í dag.
Fyrst og fremst mun athyglin beinast að leik Reynis og Þróttar í Sandgerði annars vegar og ÍBV og Fjölnis hins vegar. Bein lýsing verður á Vísi frá þessum tveimur leikjum.
Aðalspennan í deildinni snýst um hvort að Þróttur eða ÍBV fylgi Grindavík og Fjölni upp í úrvalsdeildina.
Þá geta Grindvíkingar tryggt sér meistaratitil deildarinnar með sigri í Fjarðabyggð.
Botnbaráttan er ekki eins spennandi en þar standa Reynismenn illa að vígi. Þeir þurfa helst að vinna Þróttara með fimm marka mun og treysta á að KA tapi sínum leik, gegn Þór norðan heiða.
Staðan í 1. deildinni fyrir lokaumferðina:
1. Grindavík 47 stig (+27 í markatölu)
2. Fjölnir 45 (+33)
3. Þróttur 44 (+19)
4. ÍBV 41 (+18)
5. Fjarðabyggð 34 (+5)
6. Leiknir 22 (-6)
7. Þór 21 (-8)
8. Stjarnan 20 (-4)
9. Njarðvík 20 (-8)
10. Víkingur, Ó. 20 (-10)
11. KA 19 (-30)
12. Reynir, S. 16 (-36)