Kaupa ekki skýringar herforingja Guðjón Helgason skrifar 28. september 2007 17:59 Óeirðalögreglumenn á vakt í Jangon í Mjanmar í dag. MYND/AP Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira