Kaupa ekki skýringar herforingja Guðjón Helgason skrifar 28. september 2007 17:59 Óeirðalögreglumenn á vakt í Jangon í Mjanmar í dag. MYND/AP Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina. Erlent Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira