Veigar Páll: Hundfúll vegna ummæla þjálfarans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2007 16:00 Veigar Páll Gunnarsson er ósáttur við ummæli þjálfara síns í gær. Mynd/Scanpix Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira