Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 16:30 Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, með bikarinn góða. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. „Ég tel engan vafa á því að Fjölnismenn geti mætt afslappaðri í þennan leik,“ sagði Ólafur við Vísi. „Öll þjóðin heldur með Fjölni og er það ekkert óeðlilegt. Það verður auðveldara að rífa Fjölnismenn upp fyrir leikinn en nokkurn tímann okkur.“ FH spilaði síðast til úrslita bikarkeppninnar árið 2003 en hefur þó aldrei náð að hampa bikarnum eftirsótta. Liðið varð Íslandsmeistari þrívegis, á árunum 2004-2006, en missti naumlega af titlinum á lokaspretti mótsins í ár. Langþráða tvennan verður því ekki unnin af FH-ingum í ár. „Ég hef sagt það áður að miðað við að við höfum verið taldir meðal bestu liða landsins hefur verið ansi fúlt að komast aldrei í úrslitaleikinn. En leikurinn leggst afar vel í mig og fögnum við því að fá að taka þátt í honum nú.“ Hann segir að það ef FH vinni á laugardaginn mun það ekkert skyggja á sigurinn að liðið varð ekki einnig Íslandsmeistari. „Við erum búnir að afgreiða Íslandsmótið okkar á milli og nú er það bara þessi keppni sem gildir. Það kemur ekki eitt í staðinn fyrir annað.“ Ólafur segir að Fjölnisliðið er gott en það lék sem kunnugt er í fyrstu deildinni í sumar og lenti þar í þriðja sæti. „Fjölnir hefur spilað mjög vel í sumar og er með fljóta leikmenn sem og hóp leikmanna sem hafa reynslu úr úrvalsdeildinni. Þetta er fín samsetning á liði.“ Hann segir þó að undirbúningur sinna manna verður með hefðbundnu sniði. „Við komum með að spila okkar bolta eins og alltaf.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. „Ég tel engan vafa á því að Fjölnismenn geti mætt afslappaðri í þennan leik,“ sagði Ólafur við Vísi. „Öll þjóðin heldur með Fjölni og er það ekkert óeðlilegt. Það verður auðveldara að rífa Fjölnismenn upp fyrir leikinn en nokkurn tímann okkur.“ FH spilaði síðast til úrslita bikarkeppninnar árið 2003 en hefur þó aldrei náð að hampa bikarnum eftirsótta. Liðið varð Íslandsmeistari þrívegis, á árunum 2004-2006, en missti naumlega af titlinum á lokaspretti mótsins í ár. Langþráða tvennan verður því ekki unnin af FH-ingum í ár. „Ég hef sagt það áður að miðað við að við höfum verið taldir meðal bestu liða landsins hefur verið ansi fúlt að komast aldrei í úrslitaleikinn. En leikurinn leggst afar vel í mig og fögnum við því að fá að taka þátt í honum nú.“ Hann segir að það ef FH vinni á laugardaginn mun það ekkert skyggja á sigurinn að liðið varð ekki einnig Íslandsmeistari. „Við erum búnir að afgreiða Íslandsmótið okkar á milli og nú er það bara þessi keppni sem gildir. Það kemur ekki eitt í staðinn fyrir annað.“ Ólafur segir að Fjölnisliðið er gott en það lék sem kunnugt er í fyrstu deildinni í sumar og lenti þar í þriðja sæti. „Fjölnir hefur spilað mjög vel í sumar og er með fljóta leikmenn sem og hóp leikmanna sem hafa reynslu úr úrvalsdeildinni. Þetta er fín samsetning á liði.“ Hann segir þó að undirbúningur sinna manna verður með hefðbundnu sniði. „Við komum með að spila okkar bolta eins og alltaf.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22