Trezeguet hótar að hætta í franska landsliðinu 5. október 2007 18:58 Trezeguet á ekki orð yfir vinnubrögðum þjálfara síns NordicPhotos/GettyImages Markahrókurinn David Trezeguet hefur látið í það skína að hann muni hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir að hann hlaut ekki náð fyrir augum Raymond Domenech fyrir komandi verkefni í undankeppni EM. Juventusmaðurinn hefur verið iðinn við kolann með liði sínu í ítölsku A-deildinni í haust, en hann var ekki í landsliðshópi Domenech fyrir leikina gegn Færeyingum og Litháum. "Ég bara skil þetta ekki. Domenech segist alltaf velja lið sitt byggt á frammistöðu leikmenna með félagsliðum sínum og ég er búinn að skora sjö mörk í síðustu sex leikjum. Ég hef aldrei byrjað betur á ferlinum og á ekki von á að geta gert betur en þetta," sagði Trezeguet og hélt áfram. "Maður sem spilar reglulega með Juventus, Milan eða Barcelona á einfaldlega að vera fyrsti kostur í landsliðið. Á þessu stigi á ferlinum ætti ég ekki að þurfa að spyrja að því hvort ég verði í byrjunarliðinu gegn Litháen. Ég krefst svara og ég verð að panta fund með þjálfaranum og spyrja hann að því hvað sé í gangi," sagði framherjinn og lét í veðri vaka að hann myndi hætta með landsliðinu að öllu óbreyttu. "Ef ég verð kallaður til í leikinn gegn Úkraínu í nóvember - mun ég hugsa mig mjög vel um áður en ég ákveð mig. Það eru takmörk fyrir öllu," sagði hann. Trezeguet hefur skorað mark í öðrumhverjum leik með franska landsliðinu á ferlinum sem hófst fyrir níu árum, sem verður að teljast ansi góður árangur. Ítalski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Markahrókurinn David Trezeguet hefur látið í það skína að hann muni hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir að hann hlaut ekki náð fyrir augum Raymond Domenech fyrir komandi verkefni í undankeppni EM. Juventusmaðurinn hefur verið iðinn við kolann með liði sínu í ítölsku A-deildinni í haust, en hann var ekki í landsliðshópi Domenech fyrir leikina gegn Færeyingum og Litháum. "Ég bara skil þetta ekki. Domenech segist alltaf velja lið sitt byggt á frammistöðu leikmenna með félagsliðum sínum og ég er búinn að skora sjö mörk í síðustu sex leikjum. Ég hef aldrei byrjað betur á ferlinum og á ekki von á að geta gert betur en þetta," sagði Trezeguet og hélt áfram. "Maður sem spilar reglulega með Juventus, Milan eða Barcelona á einfaldlega að vera fyrsti kostur í landsliðið. Á þessu stigi á ferlinum ætti ég ekki að þurfa að spyrja að því hvort ég verði í byrjunarliðinu gegn Litháen. Ég krefst svara og ég verð að panta fund með þjálfaranum og spyrja hann að því hvað sé í gangi," sagði framherjinn og lét í veðri vaka að hann myndi hætta með landsliðinu að öllu óbreyttu. "Ef ég verð kallaður til í leikinn gegn Úkraínu í nóvember - mun ég hugsa mig mjög vel um áður en ég ákveð mig. Það eru takmörk fyrir öllu," sagði hann. Trezeguet hefur skorað mark í öðrumhverjum leik með franska landsliðinu á ferlinum sem hófst fyrir níu árum, sem verður að teljast ansi góður árangur.
Ítalski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira