Thierry Henry er óðum að finna fjölina sína hjá Barcelona eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Arsenal í sumar. Hann rómar argentínska snillinginn Leo Messi og segir þá félaga ná einstaklega vel saman á vellinum.
Barcelona hefur nú unnið fimm sigra í röð eftir frekar rólega byrjun og það er ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra Messi og Henry í sóknarleiknum. Henry braut ísinn með Barcelona í deildinni á dögunum þegar hann skoraði þrennu gegn Levante.
"Ég er mjög ánæður að hafa náð að byggja upp góða samvinnu við Leo Messi. Hann er duglegur við að finna mig í færum og ég hann. Við erum að vinna mjög vel saman og skapa fullt af marktækifærum," sagði Henry.