Hamilton: Ég gerði mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 08:30 Lewis Hamilton er hér heldur niðurlútur eftir keppnina í morgun ásamt karli föður sínum. Nordic Photos / Getty Images „Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta." Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta."
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14
Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32