IFK Gautaborg komst í gær á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Malmö.
Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku að venju allan leikinn með Gautaborg sem með sigrinum náði þriggja stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar.
Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar, getur reyndar komið sér upp að hlið liðsins í dag með sigri á Gefla á útivelli.