Króginn er þeirra Jón Kaldal skrifar 16. október 2007 11:35 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar