Íslendingarnir í Norrköping höfðu báðir skotskóna meðferðis þegar liðið heimsótti Örgryte í kvöld. Norrköping vann 5-0 sigur en Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö af mörkunum og Stefán Þórðarson eitt.
Leikurinn var í næst efstu deild Svíþjóðar. Norrköping hefur þegar tryggt sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni.
Stefán Þórðarson er á heimleið og mun ekki leika með Norrköping í úrvalsdeildinni næsta tímabil. Hann hefur samið við lið ÍA.