Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði í dag fyrir Inter á heimavelli, 1-0.
Emil lék fyrstu 75 mínútu leiksins en markið kom strax á 18. mínútu. Þar var Adriano að verki.
Fyrr um daginn gerðu Roma og Napoli 4-4 jafntefli.
Inter er á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á Roma.