Fótbolti

Wenger í sjöunda himni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hinn átján ára Theo Walcott var svellkaldur í kvöld.
Hinn átján ára Theo Walcott var svellkaldur í kvöld.

„Það gjörsamlega féll allt með okkur í þessum leik. Við skoruðum okkar fyrsta mark úr okkar fyrsta færi. Þá var ekki aftur snúið," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir magnaðan 7-0 sigur liðsins á Slavia Prag í kvöld.

„Fyrir leikinn þá var stefnan sett á að halda áfram á sömu braut og ná þremur stigum. Okkur óraði samt ekki fyrir þessum úrslitum," sagði Wenger.

Cesc Fabregas og Theo Walcott skoruðu sitthvor tvö mörkin fyrir Arsenal í leiknum. „Ég ákvað að gefa Theo tækifæri til að byrja svona stóran leik. Hann var frábær og öryggið uppmálað fyrir framan markið," sagði Wenger.

Arsenal hefur unnið alla leiki sína í riðlinum, hefur skorað ellefu mörk en ekki fengið neitt á sig. Arsenal með níu stig, Sevilla fjögur og Slavia Prag með þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×