Geir: Ekki mistök að ráða Eyjólf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2007 15:50 Geir Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson á blaðamannafundinum í dag. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf." Íslenski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf."
Íslenski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira