Geir: Ekki mistök að ráða Eyjólf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2007 15:50 Geir Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson á blaðamannafundinum í dag. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf." Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf."
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira