Alonso staðfestir viðskilnaðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:31 Fernando Alonso er hættur hjá McLaren. Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira