Landsliðið ekki unnið andstæðing úr HM-riðli Íslands í 20 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2007 13:57 Úr sigurleik Íslands á Norðmönnum á Laugardalsvelli þann 9. september 1987. Ragnar Margeirsson sækir hér að norsku vörninni. Af myndavef KSÍ Árið 1987 vann Ísland einn sinn frægasta sigur í sögu sinni er það bar sigurorð af Norðmönnum í Osló í undankeppni EM 1988. Síðan þá hefur íslenska liðið ekki unnið neina af þeim þjóðum sem það drógst með í riðil í undankeppni HM 2010. Sigurinn á Ullevaal-leikvanginum í Osló er merkur fyrir þær sakir að marga lykilmenn landsliðsins vantaði á þeim tíma og var ekki búist við miklu af íslenska liðinu. En vörnin stóð vaktina vel og Atli Eðvaldsson náði að skora eina mark leiksins. Ísland vann reyndar líka heimaleikinn gegn Norðmönnum í sömu keppni, 2-1, með mörkum Péturs Péturssonar og Péturs Ormslev. Pétur Pétursson er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þökk sé þessum tveimur sigrum lenti Ísland í næstneðsta sæti riðilsins með sex stig en Norðmenn í því neðsta með fjögur stig. Tímarnir hafa nú breyst og er norska landsliðið mun hærra skrifað en það íslenska. Eins og alkunna er hefur íslenska landsliðið verið í mikilli lægð og mun Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í næstu undankeppni reyna að stýra liðinu á rétta braut. Riðill Íslands er ekki auðveldur en ekki óyfirstíganlegur heldur. Það er þó varla hughreystandi að Ísland hefur ekki unnið neina af þeim þjóðum sem það drógst með í riðil í tvo áratugi. Reyndar er Noregur eina liðið sem Ísland hefur unnið af fjórum andstæðingum sínum í keppninni, í keppnisleik. Eini sigur Íslands gegn Hollandi var í leik gegn áhugamannalandsliði þeirra árið 1961. Annars hefur Ísland aldrei unnið Skotland eða Makedóníu. Hér fer ítarleg úttekt á árangri íslenska landsliðsins gegn mótherjum þess í undankeppni HM 2010. Marco van Basten.Nordic Photos / Getty Images Holland:Árangur samtals:Leikir: 11 (6 heima - 5 úti)S-J-T: 1-2-8Markatala: 9-35Besti leikur: 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli árið 1982 í undankeppni EM 1984.Síðasti leikur: 1-0 tap í Hollandi í undankeppni ÓL 1988.Árangur í undankeppni:HM 1974: 5-0 tap (úti) og 1-8 tap (heima)HM 1978: 0-1 tap (heima) og 4-1 tap (úti)EM 1980: 3-0 tap (úti) og 0-4 tap (heima)EM 1984: 1-1 jafntefli (heima) og 3-0 tap (úti)ÓL 1988: 2-2 jafntefli (heima) og 1-0 tap (úti)Samtals: 10 leikir (0-2-8, 5-32)Árangur í öðrum leikjum: Ísland mætti áhugamannaliði Hollandi á Laugardalsvellinum árið 1961 og vann, 4-3. Staða á heimslista: 9. sæti Landsliðsþjálfari: Marco van Basten (síðan í júlí 2004). Lykilmenn: Wesley Sneijder (Real Madrid), Rafael van der Vaart (HSV), Ruud van Nistelroooy (Real Madrid), Robin van Persie (Arsenal), Arjen Robben (Real Madrid). Árangur liðsins í HM: Tóku fyrst þátt í keppnunum 1934 og 1938 en tóku ekki aftur þátt fyrr en 1974. Komust þá í úrslit en töpuðu fyrir Vestur-Þjóðverjum. Komust aftur í úrslitin árið 1978 en töpuðu þá fyrir Argentínu. Komust ekki í keppnirnar 1982, 1986 og 2002 en náðu alla leið í undanúrslit árið 1998 í Frakklandi. Árangur liðsins að undanförnu: Komust í úrslitakeppni EM 2008 eftir að hafa lent í öðru sæti í G-riðli, á eftir Rúmeníu. Unnu átta leiki af tólf og skoruðu eingöngu fimmtán mörk. Náði aðeins tveimur 1-0 sigrum gegn Lúxemborg og unnu Albani einnig með eins marks mun.Alex McLeish.Nordic Photos / Getty ImagesSkotland:Árangur samtals:Leikir: 5 (3 heima - 2 úti)S-J-T: 0-0-5Markatala: 1-9Besti leikur: 2-1 tap í Skotlandi árið 2003 í undankeppni EM 2004.Síðasti leikur: Sá sami.Árangur í undankeppni:HM 1986: 3-0 tap (úti) og 0-1 tap (heima)EM 2004: 0-2 tap (heima) og 2-1 tap (úti)Árangur í öðrum leikjum: Ísland mætti áhugamannaliði Skotlands á Laugardalsvellinum árið 1964 og tapaði, 0-1.Staða á heimslista: 14. sæti.Landsliðsþjálfari: Alex McLeish (síðan í desember 2007)Lykilmenn: Craig Gordon (Sunderland), Barry Ferguson (Rangers), James McFadden (Everton) og Darren Fletcher (Manchester United).Árangur liðsins í HM: Hafa aldrei komist í 2. umferð í úrslitakeppni HM en hafa tekið átta sinnum þátt, síðast árið 1998. Þar náði liðið jafntefli við Brasilíu í opnunarleik keppninnar og gerðu svo einnig jafntefli við Norðmenn. Liðið tapaði hins vegar óvænt fyrir Marokkó í lokaleik riðilsins og sátu eftir með sárt ennið.Árangur liðsins að undanförnu: Hafa klifið styrkleikalista FIFA undanfarin þrjú ár eftir mjög góðan árangur. Árið 2004 var liðið í 86. sæti listans en er nú í því fjórtánda. Í undankeppni EM 2008 lenti liðið í svínslega erfiðum riðli - með Ítölum og Frökkum sem léku til úrslita á HM 2006. En Skotar stóðu í stórveldunum og voru í góðum séns að komast áfram þar til liðið tapaði fyrir Georgíu á útivelli, 2-1. Liðið tapaði svo fyrir Ítölum á heimavelli, 2-1, í lokaleik sínum í keppninni. Úrslitin þýddu að Ítalir og Frakkar fóru áfram en Skotar ekki.Åge Hareide.Nordic Photos / Getty ImagesNoregur:Árangur samtals:Leikir: 25 (13 heima - 12 úti)S-J-T: 7-2-16Markatala: 24-51Besti leikur: 1-0 sigur í Noregi árið 1987 í undankeppni EM 1988Síðasti leikur: 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli árið 2002 í vináttulandsleikÁrangur í undankeppni:ÓL 1960: 1-0 sigur (heima) og 2-1 tap (úti)HM 1974: 4-1 tap (úti) og 0-4 tap (heima)ÓL 1976: 1-1 jafntefli (heima) og 3-2 tap (úti)EM 1988: 2-1 sigur (heima) og 0-1 sigur (úti)Samtals: 8 leikir (3-1-4, 8-15)Árangur í öðrum leikjum:Leikir: 17 (10 heima - 6 úti - 1 hlutlaus)S-J-T: 4-2-11Markatala: 18-32Staða á heimslista: 28. sæti.Landsliðsþjálfari: Åge Hareide (síðan í desember 2003)Lykilmenn: John Carew (Aston Villa), John Arne Riise (Liverpool) og Morten Gamst Pedersen (Blackburn).Árangur liðsins í HM: Norðmenn hafa þrívegið komist í úrslitakeppni HM, árin 1938, 1994 og 1998. Tvívegis hafa Ítalir slegið Norðmenn úr leik, síðast í 16-liða úrslitum árið 1998. Voru óheppnir að komast ekki áfram upp úr sínum riðli árið 1994.Árangur liðsins að undanförnu: Komust ekki á EM 2008 eftir að tapað fyrir Tyrkjum á heimavelli í lykilleik riðilsins. Töpuðu líka á heimavelli fyrir Bosníu en skoruðu samtals 27 mörk, tveimur meira en bæði Grikkir og Tyrkir sem komust áfram úr riðlinum.Srecko Katanec.Nordic Photos / BongartsMakedónía:Árangur samtals:Leikir: 2 (1 heima - 1 úti)S-J-T: 0-1-1Markatala: 1-2Besti leikur: 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1998.Síðasti leikur: 1-0 tap í Makedóníu í sömu undankeppni.Árangur í undankeppni:HM 1998: 1-1 jafntefli (heima) og 1-0 tap (úti)Árangur í öðrum leikjum: Aldrei mæst.Staða á heimslista: 59. sætiLandsliðsþjálfari: Srecko Katanec (síðan í febrúar 2006)Lykilmaður: Goran Pandev (Lazio)Árangur liðsins í HM: Gengu í FIFA árið 1994 eftir upplausn Júgóslavíu. Hafa aldrei komist í úrslitakeppni HM en náðu þó tveimur jafnteflum gegn Hollandi í undankeppni HM 2006.Árangur liðsins að undanförnu: Lentu í fimmta sæti í E-riðli undankeppni EM 2008 og náðu til að mynda jafntefli gegn Englandi á Old Trafford í riðlinum. Unnu líka Króata, 2-0, á heimavelli en það var þegar ljóst var að Króatía var öruggt áfram á EM. Englendingar og Ísraelar unnu bæði aðeins eins marks sigra á Makedóníu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona að spila í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Sjá meira
Árið 1987 vann Ísland einn sinn frægasta sigur í sögu sinni er það bar sigurorð af Norðmönnum í Osló í undankeppni EM 1988. Síðan þá hefur íslenska liðið ekki unnið neina af þeim þjóðum sem það drógst með í riðil í undankeppni HM 2010. Sigurinn á Ullevaal-leikvanginum í Osló er merkur fyrir þær sakir að marga lykilmenn landsliðsins vantaði á þeim tíma og var ekki búist við miklu af íslenska liðinu. En vörnin stóð vaktina vel og Atli Eðvaldsson náði að skora eina mark leiksins. Ísland vann reyndar líka heimaleikinn gegn Norðmönnum í sömu keppni, 2-1, með mörkum Péturs Péturssonar og Péturs Ormslev. Pétur Pétursson er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þökk sé þessum tveimur sigrum lenti Ísland í næstneðsta sæti riðilsins með sex stig en Norðmenn í því neðsta með fjögur stig. Tímarnir hafa nú breyst og er norska landsliðið mun hærra skrifað en það íslenska. Eins og alkunna er hefur íslenska landsliðið verið í mikilli lægð og mun Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í næstu undankeppni reyna að stýra liðinu á rétta braut. Riðill Íslands er ekki auðveldur en ekki óyfirstíganlegur heldur. Það er þó varla hughreystandi að Ísland hefur ekki unnið neina af þeim þjóðum sem það drógst með í riðil í tvo áratugi. Reyndar er Noregur eina liðið sem Ísland hefur unnið af fjórum andstæðingum sínum í keppninni, í keppnisleik. Eini sigur Íslands gegn Hollandi var í leik gegn áhugamannalandsliði þeirra árið 1961. Annars hefur Ísland aldrei unnið Skotland eða Makedóníu. Hér fer ítarleg úttekt á árangri íslenska landsliðsins gegn mótherjum þess í undankeppni HM 2010. Marco van Basten.Nordic Photos / Getty Images Holland:Árangur samtals:Leikir: 11 (6 heima - 5 úti)S-J-T: 1-2-8Markatala: 9-35Besti leikur: 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli árið 1982 í undankeppni EM 1984.Síðasti leikur: 1-0 tap í Hollandi í undankeppni ÓL 1988.Árangur í undankeppni:HM 1974: 5-0 tap (úti) og 1-8 tap (heima)HM 1978: 0-1 tap (heima) og 4-1 tap (úti)EM 1980: 3-0 tap (úti) og 0-4 tap (heima)EM 1984: 1-1 jafntefli (heima) og 3-0 tap (úti)ÓL 1988: 2-2 jafntefli (heima) og 1-0 tap (úti)Samtals: 10 leikir (0-2-8, 5-32)Árangur í öðrum leikjum: Ísland mætti áhugamannaliði Hollandi á Laugardalsvellinum árið 1961 og vann, 4-3. Staða á heimslista: 9. sæti Landsliðsþjálfari: Marco van Basten (síðan í júlí 2004). Lykilmenn: Wesley Sneijder (Real Madrid), Rafael van der Vaart (HSV), Ruud van Nistelroooy (Real Madrid), Robin van Persie (Arsenal), Arjen Robben (Real Madrid). Árangur liðsins í HM: Tóku fyrst þátt í keppnunum 1934 og 1938 en tóku ekki aftur þátt fyrr en 1974. Komust þá í úrslit en töpuðu fyrir Vestur-Þjóðverjum. Komust aftur í úrslitin árið 1978 en töpuðu þá fyrir Argentínu. Komust ekki í keppnirnar 1982, 1986 og 2002 en náðu alla leið í undanúrslit árið 1998 í Frakklandi. Árangur liðsins að undanförnu: Komust í úrslitakeppni EM 2008 eftir að hafa lent í öðru sæti í G-riðli, á eftir Rúmeníu. Unnu átta leiki af tólf og skoruðu eingöngu fimmtán mörk. Náði aðeins tveimur 1-0 sigrum gegn Lúxemborg og unnu Albani einnig með eins marks mun.Alex McLeish.Nordic Photos / Getty ImagesSkotland:Árangur samtals:Leikir: 5 (3 heima - 2 úti)S-J-T: 0-0-5Markatala: 1-9Besti leikur: 2-1 tap í Skotlandi árið 2003 í undankeppni EM 2004.Síðasti leikur: Sá sami.Árangur í undankeppni:HM 1986: 3-0 tap (úti) og 0-1 tap (heima)EM 2004: 0-2 tap (heima) og 2-1 tap (úti)Árangur í öðrum leikjum: Ísland mætti áhugamannaliði Skotlands á Laugardalsvellinum árið 1964 og tapaði, 0-1.Staða á heimslista: 14. sæti.Landsliðsþjálfari: Alex McLeish (síðan í desember 2007)Lykilmenn: Craig Gordon (Sunderland), Barry Ferguson (Rangers), James McFadden (Everton) og Darren Fletcher (Manchester United).Árangur liðsins í HM: Hafa aldrei komist í 2. umferð í úrslitakeppni HM en hafa tekið átta sinnum þátt, síðast árið 1998. Þar náði liðið jafntefli við Brasilíu í opnunarleik keppninnar og gerðu svo einnig jafntefli við Norðmenn. Liðið tapaði hins vegar óvænt fyrir Marokkó í lokaleik riðilsins og sátu eftir með sárt ennið.Árangur liðsins að undanförnu: Hafa klifið styrkleikalista FIFA undanfarin þrjú ár eftir mjög góðan árangur. Árið 2004 var liðið í 86. sæti listans en er nú í því fjórtánda. Í undankeppni EM 2008 lenti liðið í svínslega erfiðum riðli - með Ítölum og Frökkum sem léku til úrslita á HM 2006. En Skotar stóðu í stórveldunum og voru í góðum séns að komast áfram þar til liðið tapaði fyrir Georgíu á útivelli, 2-1. Liðið tapaði svo fyrir Ítölum á heimavelli, 2-1, í lokaleik sínum í keppninni. Úrslitin þýddu að Ítalir og Frakkar fóru áfram en Skotar ekki.Åge Hareide.Nordic Photos / Getty ImagesNoregur:Árangur samtals:Leikir: 25 (13 heima - 12 úti)S-J-T: 7-2-16Markatala: 24-51Besti leikur: 1-0 sigur í Noregi árið 1987 í undankeppni EM 1988Síðasti leikur: 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli árið 2002 í vináttulandsleikÁrangur í undankeppni:ÓL 1960: 1-0 sigur (heima) og 2-1 tap (úti)HM 1974: 4-1 tap (úti) og 0-4 tap (heima)ÓL 1976: 1-1 jafntefli (heima) og 3-2 tap (úti)EM 1988: 2-1 sigur (heima) og 0-1 sigur (úti)Samtals: 8 leikir (3-1-4, 8-15)Árangur í öðrum leikjum:Leikir: 17 (10 heima - 6 úti - 1 hlutlaus)S-J-T: 4-2-11Markatala: 18-32Staða á heimslista: 28. sæti.Landsliðsþjálfari: Åge Hareide (síðan í desember 2003)Lykilmenn: John Carew (Aston Villa), John Arne Riise (Liverpool) og Morten Gamst Pedersen (Blackburn).Árangur liðsins í HM: Norðmenn hafa þrívegið komist í úrslitakeppni HM, árin 1938, 1994 og 1998. Tvívegis hafa Ítalir slegið Norðmenn úr leik, síðast í 16-liða úrslitum árið 1998. Voru óheppnir að komast ekki áfram upp úr sínum riðli árið 1994.Árangur liðsins að undanförnu: Komust ekki á EM 2008 eftir að tapað fyrir Tyrkjum á heimavelli í lykilleik riðilsins. Töpuðu líka á heimavelli fyrir Bosníu en skoruðu samtals 27 mörk, tveimur meira en bæði Grikkir og Tyrkir sem komust áfram úr riðlinum.Srecko Katanec.Nordic Photos / BongartsMakedónía:Árangur samtals:Leikir: 2 (1 heima - 1 úti)S-J-T: 0-1-1Markatala: 1-2Besti leikur: 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1998.Síðasti leikur: 1-0 tap í Makedóníu í sömu undankeppni.Árangur í undankeppni:HM 1998: 1-1 jafntefli (heima) og 1-0 tap (úti)Árangur í öðrum leikjum: Aldrei mæst.Staða á heimslista: 59. sætiLandsliðsþjálfari: Srecko Katanec (síðan í febrúar 2006)Lykilmaður: Goran Pandev (Lazio)Árangur liðsins í HM: Gengu í FIFA árið 1994 eftir upplausn Júgóslavíu. Hafa aldrei komist í úrslitakeppni HM en náðu þó tveimur jafnteflum gegn Hollandi í undankeppni HM 2006.Árangur liðsins að undanförnu: Lentu í fimmta sæti í E-riðli undankeppni EM 2008 og náðu til að mynda jafntefli gegn Englandi á Old Trafford í riðlinum. Unnu líka Króata, 2-0, á heimavelli en það var þegar ljóst var að Króatía var öruggt áfram á EM. Englendingar og Ísraelar unnu bæði aðeins eins marks sigra á Makedóníu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona að spila í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Sjá meira