Ari Freyr Skúlason hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall og fer þangað frá Häcken sem leikur í 1. deildinni.
Carl Fhager, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, staðfesti þetta í samtali við Dagbladet í Svíþjóð í dag en hann verður kynntur formlega á blaðamannafundi síðar í dag.
„Hann á eftir að gleðja marga stuðningsmenn Sundsvall," sagði Fhager.
Sundsvall lenti í þriðja sæti 1. deildarinnar í haust og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni. Häcken lenti í fjórða sæti, stigi á eftir Sundsvall.
Vísir greindi frá áhuga Sundsvall á Ara Frey fyrir nokkru síðan.