Þremur leikjum er lokið í N1 deild kvenna í kvöld. Haukar unnu góðan sigur á Stjörnunni í Mýrinni 29-28, Valur lagði Fylki á útivelli 22-27 og Fram burstaði Akureyri fyrir norðan 26-18.
Í lokaleik kvöldsins gerðu svo HK og FH jafntefli 26-26 í Digranesi.