NBA í nótt: Fimmti tapleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2007 08:50 Steve Nash gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér í sjónvarpsviðtali í hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95 NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira