NBA í nótt: Fimmti tapleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2007 08:50 Steve Nash gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér í sjónvarpsviðtali í hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95 NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira