Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Valencia núna klukkan 21.00. Ronaldinho og Deco eru á bekknum.
Eiður hefur oftast verið í byrjunarliði Börsunga undanfarnar vikur þrátt fyrir að menn eins og Deco og Samuel Eto'o hafi jafnað sig af meiðslum sínum.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn.
Byrjunarlið Barcelona í kvöld:
Markvörður: Victor Valdes.
Varnarmenn: Carles Puyol, Gabriel Milito, Rafael Marquez og Eric Abidal.
Miðvallarleikmenn: Toure Yaya, Xavi og Eiður Smári Guðjohnsen.
Sóknarleikmenn: Lionel Messi, Samuel Eto'o og Andrés Iniesta.
Varamenn Barcelona: Albert Jorquera (m), Gianluca Zambrotta, Bojan Krkic, Giovani dos Santos, Ronaldinho, Deco og Sylvinho.