Fótbolti

Eiður kom ekki við sögu í tapi Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar
Baptista skoraði eina mark kvöldsins.
Baptista skoraði eina mark kvöldsins.

Barcelona tapaði fyrir Real Madrid 0-1 í stórleik spænska boltans í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekk Börsunga. Eina mark leiksins skoraði Julio Baptista eftir laglega sókn Real Madrid á 38. mínútu.

Börsungar voru meira með boltann í leiknum en gekk illa að skapa sér marktækifæri á meðan gestirnir voru skeinuhættir í skyndisóknum.

Á heildina má því segja að sigur gestaliðsins hafi verið verðskuldaður.

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, hafði ekki mjög mikið að gera fyrir aftan þétta vörn Madridinga en þegar á hann reyndi þá var hann gríðarlega öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Eftir þessi úrslit er Real Madrid komið með sjö stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni og ljóst að erfitt verður að stöðva þá hvítklæddu í leið þeirra að meistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×