Bankahólfið: Leitin mikla 9. janúar 2008 00:01 Peter Lehmann Shiraz rauðvín Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira