Valencia komst aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa gert jafntefli við Recreativo á útivelli í kvöld.
Camunas kom Recreativo yfir í upphafi síðari hálfleiks en David Villa jafnaði metin á 62. mínútu og þar við sat.
Valencia er með eins stigs forystu á Barcelona og Real Madrid sem unnu bæði sína leiki um helgina.
Real Madrid vann í kvöld 3-2 sigur á Athletic Bilbao á Santiago Bernabeu. Wesley Sneijder og Gonzalo Higuain komu Real í 2-0 forystu en Athletic jafnaði metin með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks.
Higuain skoraði svo sitt annað mark í leiknum og sigurmark Real á 59. mínútu. Amorebieta, leikmaður Athletic, fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu.
Villarreal hefði getað komist upp að hlið Valencia í kvöld en liðið gerði 4-4 jafntefli við Atletico Madrid í kvöld.
Simao og Diego Forlan komu Atletico í 2-0 en Marcos Senna, Llorente, Gonzalo og Guiseppe Rossi skoruðu fjögur mörk á nítján mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks.
Simao og Miguel skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla undir lok leiksins og þar við sat.
Sevilla hefði einnig getað komist upp að hlið Valencia en liðið tapaði fyrir Malaga á heimavelli í kvöld, 1-0.
Valencia aftur á toppinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið








Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn