Bankahólfið: I’m from the government 5. mars 2008 00:01 Geir Haarde Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira